![Fyrirtæki frá Vestmannaeyjum fjölmenntu á Mannamót.]()
Hin árlega kaupstefna Mannamót fór fram í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025. Þar fengu ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni tækifæri til að kynna starfsemi sína og er óhætt að segja að úrval af gistingu, mat og afþreyingu um allt land er framúrskarandi. Viðburðurinn hefur stækkað frá ári til árs og að þessu sinni mættu um 1.600 manns.