![Á Café Freyu, við Skógarfoss, er tilvalið að taka kaffistopp.]()
Þegar ferðast er um Suðurland er best að flýta sér hægt. Landshlutinn er of fallegur til að rokið sé í gegnum hann og tilvalið að stoppa sem oftast og nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem er í boði. Og hvað er betra en að gæða sér á góðum kaffibolla á einhverjum af þeim fjölmörgu kaffihúsum sem eru á leiðinni?